Afþakkar boð á Austurvöll

Birna Einarsdóttir verður ekki á Austurvelli í dag.
Birna Einarsdóttir verður ekki á Austurvelli í dag.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur afþakkað boð samtakanna Nýtt Ísland um að koma á mótmælafundinn á Austurvelli í dag og halda þar ræðu. Ætla samtökin því að fara að heimili hennar og vekja hana.

Birna sendi samtökunum tölvupóst í gærkvöldi þar sem segir:

„Ég afþakka gott boð. Ég ræddi einmitt þessi mál við um 50 fulltrúa ykkar í vikunni hér í Íslandsbanka á Kirkjusandi. Þau úrræði sem bankinn býður upp á, og fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa nýtt sér, er að finna á heimasíðu okkar www.islandsbanki.is. Þá geta viðskiptavinir okkar fengið upplýsingar og ráðgjöf um úrræði og leiðir í útibúum bankans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert