Dómnum verður áfrýjað

Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, t.v., ræðir við bílstjórana Jón Erlendsson …
Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, t.v., ræðir við bílstjórana Jón Erlendsson og Sturlu Jónsson á síðasta ári. Árni Sæberg

„Það er alveg ljóst að við munum áfrýja þessum dómi,“ segir Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær. 

„Nú hafa tveir dómar fallið í héraði um svipuð mál þar sem niðurstaðan er alveg í sitt hvora áttina, þannig að það verður að útkljá þetta fyrir Hæstarétti. Í millitíðinni höldum við bara okkar striki og gerum það sem við höfum verið að gera hingað til, enda getum við ekki gert annað. Við teljum náttúrlega að við séum að gera rétt og fara að lögum, það er ekkert öðruvísi,“ segir Halldór og bendir á að gengistryggð bílalán hafi verið í boði hérlendis í langan tíma án athugasemda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert