Hæstiréttur þarf að skera úr

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon mbl.is/Eggert

„Það er orðið aug­ljóst að Hæstirétt­ur verður að skera úr um lög­mæti þess­ara samn­inga, enda hafa nú fallið tveir dóm­ar á sitt hvorn veg­inn,“ seg­ir Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra. 

„Auðvitað verðum við svo bara að spila úr þeirri stöðu sem kem­ur upp þegar Hæstirétt­ur er bú­inn að kom­ast að niður­stöðu. Að vísu er það þannig að þess­ir samn­ing­ar eru svo mis­mun­andi þannig að það er ekk­ert víst að það verði sama niðurstaðan með þá alla, vegna þess að í grunn­inn eru lán í er­lendri mynt lög­leg og eng­inn ágrein­ing­ur um það.

En ágrein­ing­ur­inn er um lán sem óljóst er hvort séu í er­lendri mynt eða krón­um með er­lendri verðtrygg­ingu. Og það er mjög mis­mun­andi hvernig þetta var út­fært hjá lán­veit­end­um á sín­um tíma. Þannig að það get­ur verið dóm­stól­ar kom­ist ekki að sömu niður­stöðu.“

Spurður hvort ný­fall­inn dóm­ur, verði hann staðfest­ur í Hæsta­rétti, geti hugs­an­lega sett fjár­mála- og fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki í upp­nám seg­ir Gylfi að vissu­lega geti fyr­ir­tæki sem eigi allt sitt und­ir þess­um samn­ing­um lent í vand­ræðum.

„En bank­arn­ir stóru voru auðvitað end­ur­reist­ir að teknu til­liti til þess að það væri veru­leg óvissa um end­ur­heimt­ur á eign­um og ekki gert ráð fyr­ir að kröf­ur í er­lendri mynt myndu end­ur­heimt­ast að fullu. Bæði vegna þess að lán­tak­end­ur væru illa stadd­ir, en líka vegna þess að gengi krón­unn­ar er í sögu­legu lág­marki og frek­ar lík­ur á að það sígi upp á við á næstu árum sem rýr­ir gildi þess­ara út­lána mælt í krón­um. Þannig að ég held að það sé al­veg aug­ljóst að hver svo sem niðurstaðan verður í þess­um dóms­mál­um öll­um þá verði það ekki til að slá bank­ana al­veg út af lag­inu þó það gæti kostað þá eitt­hvað.

Það er frek­ar álita­mál hvort þetta kæmi sér illa fyr­ir þessi smáu sér­hæfðu fyr­ir­tæki sem eru með mjög mikið af svona lán­um og kannski lítið af öðrum eign­um,“ seg­ir Gylfi og tek­ur fram að það væri hins veg­ar fyrst og fremst vanda­mál eig­enda fyr­ir­tækj­anna og kröfu­hafa en kæmi ekki inn á borð stjórn­valda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert