Neil Ófeigur Bardal látinn

Neil Ófeigur Bardal boðaði til veislu í nóvember sem leið …
Neil Ófeigur Bardal boðaði til veislu í nóvember sem leið þegar ljóst var að hann lá fyrir dauðanum. mbl.is

Neil Ófeig­ur Bar­dal, út­far­ar­stjóri í Winnipeg í Kan­ada og fyrr­ver­andi ræðismaður Íslands, andaðist í nótt, tæp­lega 70 ára að aldri.

Neil Ófeig­ur Bar­dal fædd­ist í Winnipeg 16. fe­brú­ar 1940. Hann var ættaður frá Svar­tár­koti í Bárðar­dal og hús hans í Húsa­vík, rétt sunn­an við Gimli í Kan­ada, heit­ir Svar­tár­kot. For­eldr­ar hans voru Njáll Ófeig­ur Bar­dal og Sigrid John­son. Afi hans og amma í föðurætt voru Ar­in­björn Sig­ur­geirs­son Bár­dal og Mar­grét Ólafs­son. Þau fluttu til Kan­ada um 1895 en móður­for­eldr­ar hans, Helgi Jóns­son frá Borg­ar­nesi og Ásta Jó­hann­es­dótt­ir, fluttu út um 1900.

Neil Ófeig­ur Bar­dal rak ásamt fjöl­skyldu sinni út­far­ar­stofu í Winnipeg um ára­bil, Neil Bar­dal Inc., og fetaði þannig í fót­spor föður síns og afa sem ráku út­far­ar­stof­una Bar­dal Funer­al Home. Syn­ir hans tóku við rekstr­in­um í vet­ur.

Neil var mjög virk­ur í ís­lensk-kandíska sam­fé­lag­inu und­an­farna ára­tugi, lét til sín taka á öll­um sviðum. Hann var m.a. sæmd­ur æðstu viður­kenn­ingu Manitoba­fylk­is, æðstu viður­kenn­ingu Þjóðrækn­is­fé­lags­ins í Norður-Am­er­íku og ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu auk þess sem hann var heiðurs­fé­lagi Þjóðækn­is­fé­lags Íslend­inga. Hann lét af störf­um sem kjör­ræðismaður Íslands á Gimli 2003 eft­ir að hafa hafið störf fyr­ir ut­an­rík­isþjón­ust­una sem aðalræðismaður í Manitoba 1994.

Í liðinni viku kom út spennu­sag­an Passi­on eft­ir Neil og Fay Cassi­dy. Útgáfu bók­ar­inn­ar var flýtt vegna veik­inda Neils en hann náði að sjá hana áður en yfir lauk.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Annette Bar­dal. Þau eignuðust tvo syni,
Ei­rík og Jón, og sex barna­börn.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert