Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli á Akureyri og á Siglufirði eru opin í dag en svæði Skagfirðinga í Tindastóli er lokað. Ágætis veður er norðan heiða en vetrarleikarar fara sem kunnugt er fram á Akureyri.
Skíðasvæðin eru opin fram eftir degi. Á Siglufirði er veðrið sagt mjög gott, suðvestan gola og hiti um tvö stig, en kaldara eftir því sem ofar kemur og alskýjað. Færið er unnið harðfenni og rakur snjór í bland, allar lyftur keyrðar. Göngubraut er í Skarðsdalsbotni að vestan, um 2 km löng, og búið er að gera hólabraut og stökkpalla á Búngusvæði.
Ekki hafa borist upplýsingar um hvort skíðasvæðið í Dalvík sé opið.