Sigur fyrir réttarríkið

Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Þarna bygg­ir Héraðsdóm­ur sína niður­stöðu á þeim laga­sjónamiðum sem við höf­um haldið fram og það er auðvitað gríðarlegt gleðiefni að það skuli loks­ins vera kom­inn dóm­ur sem bygg­ir á þeim lög­um sem gilda að okk­ar áliti. Þetta er mik­ill sig­ur fyr­ir rétt­ar­ríkið og fólkið í land­inu að fá loks­ins niður­stöðu,“  seg­ir Björn Þorri Vikt­ors­son hrl.

Spurður hvort eðlis­mun­ur sé á dómn­um sem féll í gær og þeim sem féll í des­em­ber sl. þar sem Björn Þorri var verj­andi lán­tak­and­ans svar­ar hann: „Nei, í raun­inni ekki. Þetta snýst að mínu viti aðeins um nálg­un viðkom­andi dóm­ara. Í mál­inu frá því í des­em­ber byggði dóm­ar­inn niður­stöðu sína á því að það virt­ist skipta máli hvernig SP Fjár­mögn­un fjár­magnaði sig. Sem okk­ur finnst al­veg dæma­laust að blanda því inn í umræðuna.

Það kem­ur lán­tak­anda fjár­mála­stofn­un­ar al­mennt ekk­ert við hvernig hún fjár­magn­ar sig. En niðurstaða þess dóms byggði að meg­in­hluta til á því. Reynd­ar er mjög sér­stakt að það lágu eng­in gögn fyr­ir í því máli um það held­ur hvernig SP Fjár­mögn­un fjár­magnaði sig held­ur var aðeins byggt á framb­urði Kjart­ans Gunn­ars­son­ar for­stjóra um það að SP Fjár­mögn­un tæki er­lent lán.“

Að sögn Björns Þorra má bú­ast við því að málið sem dæmt var í des­em­ber fari til Hæsta­rétt­ar í næstu viku. Hann býst einnig við því að áfrýjað verði í mál­inu sem féll í gær. Seg­ir hann baga­legt að nú geti liðið allt að átta mánuðir þar til end­an­leg niðurstaða Hæsta­rétt­ar liggi fyr­ir. 

„En ein­mitt vegna þess að nokkr­ir mánuðir geta verið í niður­stöðu er svo gríðarlega mik­il­vægt að fá já­kvæða niður­stöðu í Héraðsdómi þannig að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in og ekki síst stjórn­völd, sem al­gjör­lega hafa firrt sig ábyrgð í mál­inu, geti þá brugðist við og sjái það að það sé ekki tómt bull sem við höf­um verið að halda fram,“ seg­ir Björn Þorri.

Bend­ir hann á að í nýrri grein Ey­vind­ar G. Gunn­ars­son­ar sem birt­ist í Úlfljóti í síðustu viku þar sem hann fer á fræðileg­an hátt yfir málið og kemst efn­is­lega að sömu niður­stöðu á Héraðsdóm­ur í gær. 

Spurður hvort hann bú­ist við því að Hæstirétt­ur geti kom­ist að tveim­ur ólík­um niður­stöðum í mál­un­um tveim­ur seg­ist Björn Þorri eiga erfitt með að sjá það við fyrstu sýn. „Við lest­ur dóms­ins frá í gær sýn­ist mér að at­vik­in séu full­kom­lega sam­bæri­leg. Þetta eru sam­bæri­leg­ir samn­ing­ar við fyrstu sýn og at­vik mál­anna mjög keim­lík.“

Björn Þorri reikn­ar með því að staðfesti Hæstirétt­ur niður­stöðu Héraðsdóms frá því í gær þá verði dóm­ur­inn for­dæm­is­gef­andi fyr­ir aðra í sömu stöðu. „Að minnsta kosti fyr­ir þá sem gert hafa fyr­ir­vara í sín­um mál­um. En auðvitað er það svo og það er auðvitað dap­ur­legt að fylgj­ast með því, að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafa verið að kepp­ast við að fá lán­tak­end­ur til þess að skrifa und­ir nýja skil­mála, skuld­breyt­ing­ar og fryst­ing­ar og fleira,  sem hef­ur ef til vill rýrt rétt­ar­stöðu lán­tak­enda ef þeir hafa ekki gert skýra fyr­ir­vara áður en þeir skrifuðu und­ir slík plögg. Það er ekki úti­lokað að fólk hafi getað glatað rétti með því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert