Rannsóknadómari í Lúxermborg veitti undanþágu fyrir aðgerðir sérstaks saksóknara þar í landi, en húsleitir og yfirheyrslur hafa farið fram síðustu daga. Aðeins hefur slíkt leyfi verið veitt vegna rannsóknar á svikumyllu Bernards Madoffs.
Í fréttum RÚV var haft eftir Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, að slík leyfi væru nánast aldrei veitt í Lúxemborg. Á því er ein undantekning, þegar leyfi var veitt til svipaðra aðgerða þegar svikamylla Bandaríkjamannsins Bernards Madoffs var rannsökuð á sínum tíma. Töpuðu bandarískir fjárfestar um 65 milljörðum dollara á Madoff.