Tvö prófkjör hjá sjálfstæðismönnum

Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor eru óðum að taka á …
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor eru óðum að taka á sig mynd. Ómar Óskarsson

Tvö prófkjör fara fram í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, bæði hjá sjálfstæðismönnum, eða á Akureyri og Ísafirði. Búist er við að úrslit liggi fyrir á báðum stöðum um áttaleytið í kvöld, svo fremi sem ekkert óvænt kemur upp í talningu atkvæða.

Á Ísafirði berjast þrír frambjóðendur um 1. sætið, þau Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri, Gísli H. Halldórsson bæjarfulltrúi og Guðfinna Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og eiginkona núverandi bæjarstjóra, Halldórs Halldórssonar. Alls gefa tíu manns kost á sér á Ísafirði.

Á Akureyri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, fv. bæjarstjóri, ein um að bjóða sig eingöngu fram í 1. sætið en Sigurður Guðmundsson gefur kost á sér í 1.-2. sæti. Síðan berjast fjórir frambjóðendur um 2. sætið, Ólafur Jónsson varabæjarfulltrúi, Ragnar Sigurðsson, Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og Björn Ingimarsson. Alls eru 13 í kjöri á Akureyri.

Ekki er vitað til þess að aðrir flokkar raði upp sveitarstjórnarlistum í dag eða um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert