Eygló Þ. Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi, hefur óskað eftir fundi sem fyrst hjá viðskiptanefnd Alþingis til að fjalla um gengistryggð lán og lagalega stöðu þeirra í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í gær, þar sem gengistryggð lán eru talin óheimil.
Óskar Eygló jafnframt eftir því að til fundarins verði boðaðir fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna, talsmaður neytenda, fulltrúi Neytendasamtakanna, fulltrúar viðskiptaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, auk Björns Þorra Viktorssonar lögmanns.
Einnig hefur Eygló óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um þessi mál við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra.