150 leita konu og unglings á Langjökli

Björgunarsveitarmenn leggja af stað upp á Langjökul undir kvöld.
Björgunarsveitarmenn leggja af stað upp á Langjökul undir kvöld. mbl.is/Jakob Fannar

Um 150 björgunarsveitarmenn eru á leið á Langjökul til þess að leita tveggja vélsleðamanna sem urðu viðskila við ferðafélaga sína á suðaustanverðum jöklinum síðdegis í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf er líka á leið á staðinn. Veður er vont og spáð er að það versni enn þegar líður á kvöldið, að sögn talsmanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út um klukkan 17:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert