Alltaf viss vonbrigði

Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Elín Margrét Hallgrímsdóttir mbl.is

Elín Margrét Hallgrímsdóttir segir alltaf viss vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem stefnt var að. En Elín Margrét, sem er sitjandi bæjarfulltrúi á Akureyri  sóttist eftir 2. sætinu en komst ekki inn á lista.

„Þetta eru náttúrulega vonbrigði, en við vorum mjög mörg sem sóttum að öðru og þriðja sæti og þá er aldrei að vita hvernig fer,“ segir Elín Margrét sem lýst ágætlega á nýskipaðan lista. Ekki þurfi að muna svo miklu í atkvæðum til að frambjóðandi detti út. Sjálf kveðst hún ekki vita hverjar séu ástæður þess að hún náði ekki kjöri. Krafa um nýliðun og breytingar eigi þar þó eflaust einhvern þátt að máli.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, er eini núverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem skipar hinn nýja lista. En Kristján Þór Júlíusson hætti í bæjarmálunum er hann settist á þing, Hjalti Jón Sveinsson gaf ekki kost á sér og Elín Margrét náði ekki kjöri líkt og fyrr segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert