Fjögur óhöpp í Langadal

Lögreglan á Blönduósi var kölluð til í fjögur skipti í dag þar sem bílar höfðu lent út af veginum í Langadal. Engin slys urðu á fólki. Gífurleg hálka er á þessum slóðum að sögn lögreglumanns. Hann veit um fleiri dæmi þess að bílar lentu út af í dag en ökumenn komu þeim upp á veg á ný af sjálfsdáðum.

„Það er leiðindaveður hérna, hvasst og mikil ofankoma. Veðrið er ekkert að skána,“ sagði lögreglumaður á Blönduósi í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í kvöld. Hann sagði aðstæður lang verstar í Langadalnum en mun betra sunnan við Blönduós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert