Fyrst og fremst sigur flokksins

Eiríkur Finnur Greipsson.
Eiríkur Finnur Greipsson.

„Í mín­um huga er þetta fyrst og fremst sig­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í þessu litla bæj­ar­fé­lagi. Við erum með 992 á kjör­skrá, sem er mik­il fjölg­un fé­laga, og það er ekki sjálf­gefið að ná svona góðum ár­angri miðað við þær aðstæður sem hafa verið uppi í land­inu. Ég er bæði hrærður og stolt­ur af sjálf­stæðismönn­um í Ísa­fjarðarbæ að hafa náð að hrista sig sam­an," seg­ir Ei­rík­ur Finn­ur Greips­son um úr­slit­in í Ísa­fjarðarbæ hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Hann seg­ir list­ann vera vel skipaðan og all­ir fram­bjóðend­ur verið mjög vel hæf­ir til að setj­ast í bæj­ar­stjórn. „Þessi stuðning­ur sem ég fékk, sem er 61% í fyrsta sæti og það eru 89% kjós­enda sem setja mig á blað, er meira en ég gat látið mig dreyma um fyr­ir­fram. Ég er stolt­ur Ísfirðing­ur og stolt­ur sjálf­stæðismaður og tel að sjálf­stæðis­menn eigi eft­ir að sýna enn meiri styrk og stuðning fram til vors," seg­ir Ei­rík­ur.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er með fjóra bæj­ar­full­trúa af níu í Ísa­fjarðarbæ og mynd­ar meiri­hluta með fram­sókn­ar­mönn­um. Af sex efstu í próf­kjör­inu eru aðeins tveir bæj­ar­full­trú­ar þannig að nýliðun í bæj­ar­stjórn verður nokk­ur. Gísli H. Hall­dórs­son varð í öðru sæti en Guðný Stef­an­ía Stef­áns­dótt­ir endaði í sjötta, hafði sett markið á 2. sætið.

Mik­il fjölg­un flokks­fé­laga

Flokks­mönn­um fjölgaði veru­lega fyr­ir próf­kjörið, voru ríf­lega 600 í byrj­un þessa mánaðar en endaði í nærri 1.000 á kjör­skrá. Ei­rík­ur Finn­ur sat á sín­um tíma lengi í sveit­ar­stjórn Flat­eyr­ar sem odd­viti, áður en sam­ein­ing varð við Ísa­fjörð árið 1996. Að hans sögn var tölu­verð fjölg­un fé­lags­manna á Flat­eyri en það skýri ekki að öllu leyti þá góðu kosn­ingu sem hann fékk.

„Ég er ekki bara full­trúi Flat­eyr­ar eða þorp­anna og ætla fyrst og fremst að sinna því hlut­verki að vera odd­viti þessa lista. Hann verður að gæta hags­muna heild­ar­inn­ar um­fram allt annað," seg­ir Ei­rík­ur, og vildi að lok­um koma á fram­færi inni­legu þakk­læti til sinna öt­ulu stuðnings­manna í Ísa­fjarðarbæ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert