Hagsmunasamtök á Álftanesi

Frá Álftanesi.
Frá Álftanesi. mbl.is/Golli

Íbúar á Álftanesi stofnuðu í dag hagsmunasamtök á opnum fundi sem haldinn var haldinn var í íþróttahúsinu á staðnum. Vegna fjárhagsvandræða sveitarfélagsins er niðurskurður fyrirhugaður á ýmiskonar þjónustu og fundarboðendur vilja að íbúarnir hafi áhrif á ákvarðanir þar að lútandi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarmála ákvað á dögunum að setja sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn. Hún verður skipuð hið fyrsta og tekur við fjárhaldsstjórn sveitarfélagsins.  

Í ákvörðun ráðherra var aukinheldur lagt til að samkomulag verði gert milli fjárhaldsstjórnar og bæjarstjórnar Álftaness en ekki eru fordæmi fyrir slíku samkomulagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert