Misstu meðvitund við löndun gulldeplu

Verið var að landa gulldeplu úr Hoffellinu er slysið varð.
Verið var að landa gulldeplu úr Hoffellinu er slysið varð.

Tveir menn fundust meðvitundarlausir ofan í lest á skipinu Hoffelli Fáskrúðsfirði í nótt er verið var að landa gulldeplu.

Hafði annar mannanna verið að vinna í lestinni er hann missir meðvitund. Félagi hans fór þá niður að athuga með hann, en missti meðvitund líka.

 Mennirnir, sem eru báðir á fertugsaldri, voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Annar mannanna var barkaþræddur er kom á spítalann, en hinn var komin til meðvitundar. Þeir eru nú báðir þungt haldnir í öndunarvél á gjörgæsludeild.

Gulldepla.
Gulldepla.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka