Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að ekki standi til fresta nauðungarsölum sérstaklega á meðan að beðið er eftir niðurstöðu Hæstaréttar í myntkörfumálin að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Mikil óvissa ríkir nú um myntkörfulán eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að gengistryggð lán væru ólögleg og hafa Hagsmunasamtök heimilanna lýst yfir þeirri skoðun sinni að fresta eigi nauðungarsölum þar til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir.
Nauðungarsölum verður þó frestað í sumum tilvikum til að fólk fái tækifæri til að vinna í heildaruppgjöri skulda og vinnur ríkisstjórnin að tillögum þessa efnis.