Vissi að það væri á brattann að sækja

Guðfinna Hreiðarsdóttir
Guðfinna Hreiðarsdóttir Af vef Bæjarins besta

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sem lenti í þriðja sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Ísafirði, segir það vissulega ákveðin vonbrigði að ná ekki því sæti sem hún sóttist eftir. En Guðfinna stefndi á fyrsta sætið, sem Eiríkur Finnur Greipsson hlaut. 

„Þetta voru hins vegar allt mjög hæfir einstaklingar sem þarna buðu sig fram svo það var allan tímann ljóst að þetta yrði mjög tvísýnt,“ segir Guðfinna.

Hún hefur ekki enn gert upp við sig hvort hún taki 3. sætið. „Þetta er búin að vera mikil törn og ég geri ráð fyrir að sofa aðeins á þessu og ná áttum.“ Ákvörðun sín muni þó liggja fyrir á allra næstu dögum. 

Guðfinna er eiginkona Halldórs Halldórssonar, núverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, sem lætur af embætti í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert