Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í Silfri Egils að það kæmi sér verulega á óvart ef Hæstiréttur kæmist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Lýsingar um gengistryggð bílalán, sem dómurinn taldi hafa verið óheimil. Eyvindur vitnaði í fyrri dóma Hæstaréttar, þar sem gengistrygging án lagaheimildar hefði verið dæmd ólögleg.
Eyvindur hefur rannsakað sérstaklega fyrri dómsmál og lög um verðtryggingu og skoðað lögskýringargögn og fleira. Hann sagði dóm héraðsdóms á föstudag hafa verið í anda dóma Hæstaréttar um fyrri mál. Sagði hann engan vafa leika á því að myntkörfulán fjármálafyrirtækjanna hafi verið ólögleg. Gildandi lög um vexti og verðtryggingu væri ófrávíkjanleg.
Fyrirtækin hafi búið til sínar eigin verðtryggingar og vísitölur án heimildar í lögum. Lýsti Eyvindur undrun sinni á því að þessi lán hefðu fengið að viðgangast hér á landi.