Yrði u-beygja hjá Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Ey­vind­ur G. Gunn­ars­son, lektor við laga­deild Há­skóla Íslands, sagði í Silfri Eg­ils að það kæmi sér veru­lega á óvart ef Hæstirétt­ur kæm­ist að ann­arri niður­stöðu en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur í máli Lýs­ing­ar um geng­is­tryggð bíla­lán, sem dóm­ur­inn taldi hafa verið óheim­il. Ey­vind­ur vitnaði í fyrri dóma Hæsta­rétt­ar, þar sem geng­is­trygg­ing án laga­heim­ild­ar hefði verið dæmd ólög­leg.

Ey­vind­ur hef­ur rann­sakað sér­stak­lega fyrri dóms­mál og lög um verðtrygg­ingu og skoðað lög­skýr­ing­ar­gögn og fleira. Hann sagði dóm héraðsdóms á föstu­dag hafa verið í anda dóma Hæsta­rétt­ar um fyrri mál. Sagði hann eng­an vafa leika á því að mynt­körfulán fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna hafi verið ólög­leg. Gild­andi lög um vexti og verðtrygg­ingu væri ófrá­víkj­an­leg.

Fyr­ir­tæk­in hafi búið til sín­ar eig­in verðtrygg­ing­ar og vísi­töl­ur án heim­ild­ar í lög­um. Lýsti Ey­vind­ur undr­un sinni á því að þessi lán hefðu fengið að viðgang­ast hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert