Bræðslan fékk Eyrarrósina

Magni og Áskell Heiðar ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum í dag.
Magni og Áskell Heiðar ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum í dag. mbl.is/Kristinn

Tón­list­ar­hátíðin Bræðslan á Borg­ar­f­irði eystra fékk Eyr­ar­rós­ina í ár, en það er sér­stök viður­kenn­ing, sem veitt er fyr­ir  framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggðinni. Dor­rit Moussai­eff, for­setafrú, af­henti viður­kenn­ing­una á Bessa­stöðum í dag.

Um er að ræða fjár­styrk að upp­hæð 1,5 millj­ón króna og verðlauna­grip eft­ir Stein­unni Þór­ar­ins­dótt­ur til eign­ar. Bræðurn­ir Áskell Heiðar og Magni Ásgeirs­syn­ir tóku við viður­kenn­ing­unni fyr­ir hönd Bræðslunn­ar. 

Einnig voru Ei­ríksstaðir í Hauka­dal og heim­ild­ar­mynda­hátíðin Skjald­borg á Pat­reks­firði til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar. Fá þessi verk­efni 200 þúsund króna fram­lag. 

Bræðslan hef­ur verið hald­in ár­lega frá ár­inu 2004  í húsi gam­all­ar síld­ar­bræðslu Kaup­fé­lags Héraðsbúa á Borg­ar­f­irði eystra, sem breytt hef­ur verið í tón­leika­hús. Á síðasta ári voru gest­ir Bræðslunn­ar um tvö þúsund tals­ins. 

Fulltrúar verkefnanna sem tilefnd voru til Eyrarrósarinnar.
Full­trú­ar verk­efn­anna sem til­efnd voru til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert