„Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst“

Ótollaðir bílar í geymslu.
Ótollaðir bílar í geymslu. Ómar Óskarsson

Tveir nýlegir héraðsdómar vísa hvor í sína átt um lögmæti gengistryggingu lána og er þess beðið að Hæstiréttur skeri úr málinu. Fyrri dómurinn féll í desember og er reiknað með að málið komi fyrir Hæstarétt í vikunni.

Niðurstaða dómsins var að gengistrygging myntkörfulána væri heimil þar sem þau væru í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Hinn síðari féll 12. febrúar og verður áfrýjað að sögn forsvarsmanns Lýsingar sem tapaði málinu. Þar voru óskýr ákvæði samnings skýrð lánveitanda í óhag og leiddi það til þess að gengistrygging taldist ólögmæt.

„[Það] er alveg dæmalaust að svona nokkuð geti gerst, það er að lánveitingar fjármögnunarfyrirtækja séu ekki byggðar á traustum lagaheimildum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um málið.

Að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra er ekki tímabært að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna málsins. Fyrst verði Hæstiréttur að kveða upp sinn dóm.

Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir verðtryggingu ólögmæta og bendir á fordæmi Hæstaréttar um það. Hann segist furða sig á að myntkörfulán hafi viðgengist hér óáreitt af hálfu stjórnvalda.

Sjá nánar þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert