Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is

Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að fjármálaráðherra hafi tjáð sig í fjölmiðlum um fyrstu viðbrögð Breta og Hollendinga við nýjum nýjum tillögum Icesave-nefndarinnar. Það sé hagmunum Íslands ekki til framdráttar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

„Þarna voru kynntar tillögur sem óhætt sé að segja að séu mjög sanngjarnar í garð Breta og Hollendinga. Þeir eru væntanlega að meta þær núna. Ekki margt hægt að segja um það á þessu stigi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, eftir símafund formanna stjórnmálaflokkanna með samningarnefnd Íslands. 

„Það kom mér mjög á óvart að fjármálaráðherra skyldi yfirhöfuð fara að tjá sig um þetta mál á meðan viðræður eru þarna í gangi. Og hefur líklega miklu meira með pólitíkina hérna heima að gera en stöðu mála þarna út. Með því á ég við að hann er að setja þetta í samhengi við það sem hann hefur sagt áður. Ég hef margsinnis kvartað undan því að á mikilvægum tímapunkti í málinu hafa ráðherrar tjáð sig með mjög óheppilegum hætti hvað varðar hagsmuni Íslands. En ég hlýt að treysta því að fjármálaráðherra muni í framhaldinu lýsa sig eindreginn þeirrar skoðunar að við munum standa vörð um stöðu Íslands.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert