Konan og drengurinn eru fundin

Björgunarsveitarmenn að leggja af stað upp á Langjökul.
Björgunarsveitarmenn að leggja af stað upp á Langjökul. mbl.is/Jakob Fannar

Björgunarsveitamenn fundu fyrir skömmu konu og dreng sem saknað var á Langjökli frá klukkan 17:30 á sunnudag. Voru þau bæði við þokkalega heilsu en orðin mjög köld og hrakin.

Samkvæmt upplýsingum Landsbjargar verður farið með þau á sjúkrahús til aðhlynningar. Svo virðist sem þau hafi brugðist rétt við og haldið kyrru fyrir þegar þau urðu viðskila við hópinn sem þau ferðuðust með.

Veður var afleitt á jöklinum, mikill vindur, éljagangur og skyggni nær ekkert. Rúmlega 300 björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur- og Suðurlandi tóku þátt í leitinni og voru notaðir allir tiltækir snjóbílar og vélsleðar auk fjölda annarra farartækja

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka