Slæmt ferðaveður víða

Slæmt ferðaveður er víða og eru vegfarendur beðnir um að kynna sér vel ástand á fyrirhugaðri leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á  Suðurlandi eru vegir greiðfærir en óveður er á Kjalarnesi.

Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku, hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Óveður er í Staðarsveit. Hálkublettir og skafrenningur er á Fróðárheiði og hálkublettir á norðanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum, hálka og skafrenningur er á Súðavíkurhlíð, þungfært í Djúpinu en unnið er að mokstri. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Dynjandisheiði og ófært er um Hrafnseyrarheiði. Hálka eða snjóþekja er á láglendi.

Á Norðurlandi er víðast hvar skafrenningur, hálka, éljagangur og snjóþekja.

Á Norðurlandi eystra er hálka, éljagangur, snjóþekja og snjókoma er víðast hvar. Þæfingsfærð og óveður er á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er þungfært og óveður á Möðrudalsöræfum og á  Vopnafjarðarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Vatnsskarpi
eystra. Hálka er á Fagradal, þæfingsfærð og snjókoma er á Fjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum. Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert