Sýslumaður rannsakar atvikið á Langjökli

Björgunarsveitarmenn að störfum á Langjökli í nótt.
Björgunarsveitarmenn að störfum á Langjökli í nótt. mbl.is/Þór Kjartansson

„Það er fyllsta ástæða til að rannsaka það af hverju farið var af stað í gær, þrátt fyrir að veðurspáin gæfi til kynna að það yrði aftaka veður seinna um daginn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, um leitina á Langjökli í gærkvöldi.

Fólk sem varð viðskila við ferðahóp sinn í skipulagðri ferð hjá vélsleðaleigu fannst í nótt. Hátt í 300 björgunarsveitarmenn voru farnir til leitar.

Spurður að því hvort venja væri að rannsaka slík mál segir Ólafur Helgi að þarna hafi stefnt í mjög alvarlega niðurstöðu en sem betur fer hafi allt farið vel. Það gefi hins vegar ástæðu til að rannsaka málið og vita nánar um alla atburði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka