Tíminn vinnur með Íslandi í Icesave-málinu

Grant Reuber, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada.
Grant Reuber, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada.

„Eins og málið lítur út fyrir mér ber Íslandi engin tafarlaus skylda til að endurgreiða féð sem Bretar og Hollendingar hafa greitt sparifjáreigendum í löndum sínum.

Ég lít svo á að á þessari stundu ættuð þið ekki að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Tíminn vinnur með ykkur,“ segir Grant Reuber, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada, um afstöðu sína til Icesave-deilunnar.

„Ísland er í þeirri stöðu að vera krafið um greiðslu. Svo lengi sem þið borgið ekki hafið þið féð. Í öðru lagi er allt útlit fyrir stjórnarskipti í Bretlandi og í þriðja lagi hefur Ísland alla ástæðu til að borga ekki fyrr en það það hefur náð sem allra bestu samningum. Ég sé ekki hvers vegna það ætti að þjóna hagsmunum ykkar að greiða þetta í hvelli. Á hinn bóginn hafa Bretland og Holland hag af því að fá greitt sem fyrst.“

Sjá ítarlega umfjöllun viðhorf frá Kanada gagnvart Icesave í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka