Væntir mála gegn bönkunum

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég held að það blasi nú við að það yrðu ekki góðar fréttir fyrir fjármögnunarfyrirtækin,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um áhrif þess að Hæstiréttur staðfesti seinni dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og taldi gengistryggingu lána óheimila.

Gylfi segir þessi mál aðallega snerta fjármögnunarfyrirtækin en þess megi vænta að svipuð mál verði höfðuð gegn bönkunum verði dómurinn staðfestur. Þeir hafi þó bolmagn til að takast á við óhagstæðar niðurstöður slíkra mála þar sem reiknað hafi verið með nokkurri óvissu um heimtur af eignum og kröfum.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert