Rúmlega 22% af sjómannaafslættinum árið 2008 rann til sjómanna á höfuðborgarsvæðinu en tæplega 78% rann til sjómanna á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi. Alls nam afslátturinn rúmum 1,1 milljarði króna þetta ár.
Fram kemur í svarinu að 11,9% af sjómannaafslættinum rann til íbúa í Reykjavík og samtals um 10,2% til íbúa í Kópavogi (3,38%), á Seltjarnarnesi (0,39%), í Garðabæ (0,65%), Hafnarfirði (4,44%), á Álftanesi (0,54% og í Mosfellsbæ (0,78%).
8,5% rann til íbúa í Vestmannaeyjum, 7,8% til Akureyrar, 4,72% til Ísafjarðar, 5,88% til Snæfellsbæjar, 4,08 til Grindavíkur og 3,97% til Reykjanesbæjar. Hlutfall til íbúa í öðrum sveitarfélögum var minna.