Ætluðu að kveikja í sykri, saltpétri og papriku

Langisandur við Akranes.
Langisandur við Akranes.

Lögreglan á Akranesi fékk á laugardagskvöldi tilkynningu um stráka, sem væru að reyna að kveikja í á lóð Brekkubæjarskóla. Þegar lögregla kom á vettvang voru piltarnir búnir að setja saltpétur, sykur og paprikukrydd í 2 lítra plastflösku og ætluðu að kveikja í þessu.

„Þetta var haldlagt og í framhaldi rætt við foreldra þeirra," segir lögreglan á vef sínum. 

Fleiri voru að fikta með eld á Akranesi um helgina því á  föstudagskvöld var tilkynnt um að eldvarnarkerfi Fjölbrautaskóla Vesturlands hafi farið af stað. Í ljós kom að einhverjir hafi verið að fikta með eld þarna en ekki um tilraun til íkveikju að ræða. Engar skemmdir hlutust þó af þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert