Ástæða til að hafa áhyggjur af brottflutningi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að  full ástæða væri að hafa áhyggj­ur af þeirri þróun, sem birt­ist í töl­um Hag­stof­unn­ar í dag um bú­ferla­flutn­inga til og frá land­inu.  4835 fleiri fluttu frá land­inu en til þess á síðasta ári.

Jó­hanna benti hins veg­ar á að um helm­ing­ur þeirra, sem fluttu frá land­inu hefði verið út­lend­ing­ar, sem komu hingað til lands þegar nóg at­vinna var og séu nú að hverfa til síns heima. 

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði til hvaða ráðstaf­ana rík­is­stjórn­in ætlaði að grípa til að sporna við þess­um land­flótta. Spurði hún einnig hvað væri að frétta af skjald­borg­inni, sem boðað hefði verið að slegið yrði um heim­il­in í land­inu.

Jó­hanna sagði að full ástæða væri til að hafa áhyggj­ur af þess­ari þróun og rík­is­stjórn­in ynni að því að að reyna að koma í veg fyr­ir að Íslend­ing­ar sjái ástæðu til að flytja á brott.

Hún sagði að rík­is­stjórn­in hefði í síðustu viku samþykkt áætl­un um fram­kvæmd­ir til að að skapa störf. Sem bet­ur fer væri at­vinnu­leysið minna, en spár gerðu ráð fyr­ir.

Mik­il­vægt væri að vinna áfram við upp­bygg­ingu til að skapa hag­vöxt og að ná til lands mál­um á borð við efna­hags­áætl­un­ina og Ices­a­ve-málið.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert