Gagnlegur fundur um Icesave

Heimasíða Icesave netbankans.
Heimasíða Icesave netbankans. Reuters

Fundi samninganefndar Íslendinga með fulltrúum Breta og Hollendinga í London lauk eftir nærri tveggja klukkustunda viðræður. Fundurinn hófst kl. 11.00. Elías Jón Guðjónsson, fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins, sagði að fundurinn hafi verið gagnlegur og að frekari viðræður verði á næstu dögum.

Næstu fundir hafa ekki verið fastsettir, að sögn Elíasar. Hann sagði að fundurinn í dag hafi verið framhald af fundinum í gær. Ekki er búið að ákveða hvort af formlegum samningaviðræðum um Icesave verður. Íslenska samninganefndin verður því áfram í London. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert