Hafa umboð til að semja

Annar fundur íslensku samninganefndarinnar og fulltrúa breskra og hollenskra yfirvalda vegna Icesave–málsins hófst í Lundúnum klukkan 11 að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

Hann segir jákvætt að fundurinn sé haldinn og komist menn að niðurstöðu sem sé innan þess ramma sem íslenska samninganefndin hefur þá sé hennar verkefni að landa samningum.

Hann segir ekki útlilokað að blása af fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu náist samningar en enn sé of snemmt að segja til um það. Í öllu falli vonist menn eftir áframhaldandi fundarhöldum ytra.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka