Hagar telja að þrotabú Baugs hafi ekki haft heimild til að gjaldfella lán til fyrirtækisins sem Baugur veitti Högum árið 2004.
Um mitt sumar 2009 gjaldfelldi þrotabú Baugs lán upp á einn milljarð króna með vísan í heimild í lánasamning þess efnis að slíkt væri heimilt ef Hagar vanræktu að skila inn ársreikningi fyrir árið 2009.
Í greinargerð Haga um málið telja Hagar sig hafa átt munnlegt samkomulag við forsvarsmenn Baugs um að gjaldfellingarheimildin sem um ræðir yrði ekki nýtt. Hagar hafa ekki ennþá skilað inn ársreikningi fyrir uppgjörsárið sem endaði 28. febrúar 2009. Deilan snýst ekki um hvort Hagar telji sig geta borgað eða ekki.
Sjá nánari umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.