Hermann studdi Ólaf

Hermann Valsson
Hermann Valsson

Hermann Valsson, varaborgarfulltrúi VG, greiddi atkvæði með tillögu Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn í gær, um að Reykjavík og Álftanes hæfu sameiningarviðræður.

Borgarfulltrúar meirihlutans svöruðu útspili Ólafs með frávísunartillögu. Atkvæðagreiðsla um þá tillögu fór fram með nafnakalli þar sem allir í meirihlutanum sögðu já. Lína minnihlutans var að sitja hjá. „Hann situr hjá,“ kallaði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, yfir borgarstjórnarsalinn þegar
ljóst var að Hermann hefði greitt atkvæði með tillögu Ólafs.

Urðu snörp orðaskipti vegna þessa. Ákvað forseti borgarstjórnar því að endurtaka  atkvæðagreiðsluna þar sem Hermann undirstrikaði óbreytta afstöðu  með atkvæði sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert