Íslendingar báru einir ábyrgð á eftirliti

Reuters

Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sagði í dag í svari til stjórnarandstæðinga á norska þinginu að enginn vafi væri á ábyrgð Íslendinga á innlánstryggingum vegna Icesave-reikninganna.

 Einnig að Íslendingum hefði einum borið að hafa eftirlit með útibúum sinna banka í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann sagði lausn Icesave-deilunnar þó ekki skilyrði að hálfu stjórnar sinnar, fyrir að afgreiða lán til Íslands. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þar kemur fram að upphaflega hafi þrír stjórnarandstöðuþingmenn úr flokki kristilegra viljað að þingið skoraði á ríkisstjórnina að afgreiða lán til Íslands óháð Icesave-deilunni.  Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra svaraði áskoruninni í dag í löngu skriflegu máli og ítrekaði þar að norsk stjórnvöld hefðu ekki sett lausn Icesave-málsins sem skilyrði fyrir láni. Fullfulltrúa Norðurlanda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðum hefði verið gerð grein fyrir þessu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert