Á fimmta tug bíla safnaðist saman fyrir framan höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi í hádeginu í dag. Nýfallinn dómur héraðsdóms, þar sem gengislán voru dæmd ólögmæt, hefur hleypt krafti í mótmælin.
Í yfirlýsingu frá samtökunum Nýtt Íslandi, sem stóðu fyrir mótmælunum segir að það sé með öllu óþolandi að útrásarvíkingar og tengd fyrirtæki fái afskriftir skulda sinna meðan t.d. bílalántakendur þurfi að súpa seyðið af gríðarlegum hækkunum höfuðstóls lána sinna. Krafan sé skýr: Nýtt Ísland vilji fá ríflegar leiðréttingar á höfuðstól eignaleigusamninga.