Líbýa lokuð Íslendingum

Gaddafi þjóðarleiðtogi Líbýu brást hart við ákvörðun Svisslendinga um að …
Gaddafi þjóðarleiðtogi Líbýu brást hart við ákvörðun Svisslendinga um að meina háttsettum Líbýumönnum landvist. Reuters

Líbýa er hætt að gefa út vegabréfsáritanir til íbúa á Schengen svæðinu og er Ísland þar með talið. Líbýumenn ákváðu þetta daginn eftir að Svisslendingar tilkynntu að þeir vilji meina 188 háttsettum Líbýumönnum landvist.

Háttsettur embættismaður á alþjóðaflugvellinum í Tripoli í Líbýu staðfesti þetta við Reuters fréttastofuna í gær og sagði: „Það er rétt. Ákvörðunin hefur verið tekin. Engar vegabréfsáritanir fyrir Evrópumenn, nema Breta.“ Engin skýring var gefin á þessari ákvörðun og hún fékkst ekki staðfest hjá líbýskum stjórnvöldum.

Svissneski fréttamiðillinn Swissinfo segir að  talsmaður ráðherraráðs Evrópusambandsins hafi sagt að sendiherrum í Tripoli hafi verið tilkynnt um þróun mála. Þá eigi Spánverjar, sem gegna forsæti í ESB, í viðræðum um málið og muni væntanlega hafa samband við stjórnvöld í Líbýu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert