Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar

Margir fluttur af landi brott á síðasta ári.
Margir fluttur af landi brott á síðasta ári. mbl.is/Rax

Árið 2009 fluttu 4835 fleiri frá land­inu en til þess og seg­ir Hag­stof­an, að aldrei áður hafi jafn marg­ir flutt frá land­inu á einu ári.

Næst­flest­ir brott­flutt­ir um­fram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2229 fleiri frá land­inu en til þess. Árið 1887 var mann­fækk­un vegna bú­ferla­flutn­inga þó helm­ingi meiri ef miðað er við miðárs­mann­fjölda, eða 3,1% á móti 1,5%. 

Frá land­inu fluttu flest­ir til Evr­ópu eða 9546 en það er tæp­lega 9 af hverj­um 10 brott­flutt­um. Flest­ir fóru til Norður­land­anna eða 4033 sem er 38% allra brott­fluttra. Þar af fóru 1576 til Nor­egs, 1560 til Dan­merk­ur og 733 til Svíþjóðar. Af ein­stök­um lönd­um fóru flest­ir til Pól­lands eða 2818 (26,6%).

Mjög dró úr aðflutn­ingi til lands­ins frá ár­inu áður. Hag­stof­an seg­ir, að ef frá séu tal­in árin 2005–2008 hafi þó aldrei flust fleiri til Íslands frá út­lönd­um en árið 2009, eða 5777. Flest­ir fluttu til lands­ins frá Evr­ópu eða 4938 en það er 85,5% af heild­ar­fjölda aðfluttra til lands­ins. Frá Norður­lönd­um kom 1931, þar af 1193 frá Dan­mörku en 418 komu frá Am­er­íku. Af ein­stök­um lönd­um komu flest­ir frá Póllandi, 1235.

Árið 2009 voru flest­ir brott­fluttra á aldr­in­um 25–29 ára. Tíðasti ald­ur brott­fluttra var 25 ár. Flest­ir aðfluttra voru aft­ur á móti á aldr­in­um 20–24 ára árið 2009. Tíðasti ald­ur aðfluttra var 25 ár.

Lít­ill flutn­ing­ur inn­an­lands

Fjöldi inn­an­lands­flutn­inga náði há­marki á ár­inu 2007 en þá voru skráðar í íbúa­skrá þjóðskrár 58.186 flutn­ingstil­kynn­ing­ar. Árið 2008 fækkaði þeim um 8652 og árið 2009 voru þær komn­ar niður í 46.926. Hag­stof­an seg­ir, að miðað við flutn­inga á hverja 1000 íbúa þurfi að fara aft­ur til 1988 til að finna lægri tíðni inn­an­lands­flutn­inga.

Höfuðborg­ar­svæðið tapaði flest­um ein­stak­ling­um vegna brott­flutn­inga um­fram aðflutn­inga eða 2546 manns. Það tap helg­ast aðallega af mikl­um flutn­ing­um frá höfuðborg­ar­svæðinu til út­landa en til út­landa fluttu þaðan 3212 um­fram aðflutta. Aft­ur á móti fékk höfuðborg­ar­svæðið 666 ein­stak­linga um­fram brott­flutta í inn­an­lands­flutn­ing­um frá öðrum landsvæðum. Á öll­um landsvæðum var fjöldi brott­fluttra hærri en fjöldi aðfluttra. Minnst­ur var mun­ur­inn á Norður­landi vestra (-29) og Vest­fjörðum (-75). Fjöldi brott­fluttra var svipaður fyr­ir hin landsvæðin fjög­ur: Suður­nes (-450), Vest­ur­land (-424), Aust­ur­land (-459) og Suður­land (-473).

Vef­ur Hag­stof­unn­ar 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert