Munu mæla með aðildarviðræðum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso að loknum fundi …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso að loknum fundi í Brussel í febrúarbyrjun.

Reu­ters­frétta­stof­an hef­ur eft­ir emb­ætt­is­manni hjá Evr­ópu­sam­band­inu, að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins muni í næstu viku mæla form­lega með því að aðild­ar­viðræður hefj­ist við Íslend­inga.

„24. fe­brú­ar mun fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins senda frá sér álit þar sem mælt er með að aðild­ar­viðræður hefj­ist," hef­ur Reu­ters eft­ir emb­ætt­is­mann­in­um.  Um er að ræða fyrsta fund nýrr­ar fram­kvæmda­stjórn­ar en Evr­ópuþingið staðfesti skip­un stjórn­ar­inn­ar í síðustu viku.

Ísland sótti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á síðasta ári. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði eft­ir fund með José Manu­el Barroso, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, í byrj­un fe­brú­ar, að ef um­sókn Íslands fengi já­kvæðar viðtök­ur á fundi fram­kvæmda­tjórn­ar­inn­ar yrði hún tek­in fyr­ir á leiðtoga­fundi Evr­ópu­sam­bands­ins í mars. Hún sagði jafn­framt, að aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið gætu tekið 1-2 ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka