Póker auglýstur á barnasýningu

Póker var auglýstur á myndinni Skýjað með kjötbollum.
Póker var auglýstur á myndinni Skýjað með kjötbollum.

„Til hverra er höfðað með þessu?“ spyr Símon Sturluson sem fór með barn í Smárabíó nýverið og var verulega brugðið að sjá þar grófa fótboltatæklingu í pókerauglýsingu frá Betson.

Símon segist ekki sjá tilganginn með auglýsingum af þessu tagi og þær eigi náttúrlega alls ekkert erindi á barnasýningar.

Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri bíóhúsa Senu, segist ekki hafa heyrt um þetta tilvik en segir að verið sé að uppfæra auglýsingakerfi bíóhúsanna þannig að ekki verði hægt að heimfæra svona tilvik upp á mannleg mistök framvegis. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert