Alþingi kemur saman í dag, eftir kjördæmaviku. Þingfundur hefst klukkan 13.30 með óundirbúnum fyrirspurnatíma. Hálftíma síðar ræðir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um stöðu efnahagsmála í utandagskrárumræðu og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður til andsvara.
Á dagskrá þingfundar í dag eru meðal annars stjórnarfrumvörp um stjórn fiskveiða og veiðieftirlitsgjald og þingmannafrumvarp um skipan rannsóknarnefndar um aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak.
Margar nefndir þingsins funda nú fyrir hádegið.