Settar verða siðareglur fyrir starfsmenn Stjórnarráðs Íslands, samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Verði frumvarpið aðlög um um forsætisráðherra skipa „samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna“.
Helstu verkefni samhæfingarnefndarinnar verða „að stuðla að því að siðferðileg viðmið séu í hávegum höfð í opinberum störfum og veita fjármálaráðuneytinu, sem fer með starfsmannamál ríkisins, og öðrum stjórnvöldum ráðleggingar um ráðstafanir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og spillingu.“
Þá á nefndin m.a. að veita umsögn um drög að siðareglum á grundvelli laganna og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar á lögum um umboðsmann Alþingis, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og á lögum um ráðherraábyrgð.
Meðal annars verður bannað að láta starfsmann gjalda þess að hann greini viðeigandi aðilum frá lögbrotum
eða brotum á siðareglum sem hann hefur orðið áskynja um í starfi.
Frumvarp um siðareglur fyrir Stjórnarráð Íslands