Mælir sem mæla átti súrefnisinnihald í andrúmslofti í lest Hoffellsins SU var bilaður og í viðgerð þegar slys varð um borð í skipinu þar sem það lá við bryggju á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags.
„Slys lík þessu eru ekki einsdæmi. Við verðum að taka á vandanum,“ segir Jón Ingólfsson, forstöðumaður Rannsóknarnefndar sjóslysa.
Slys líkt því sem varð á Fáskrúðsfirði varð á Akranesi í fyrra. Þá mynduðust gufur og súrefnisskortur í lest uppsjávarveiðiskips þar sem um borð var gulldepla.
Sjá nánari umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.