Samtökin Nýtt Ísland efna til mótmæla gegn bílalánum fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand klukkan 12.15 í dag. Bílflautur verða þeyttar í þrjár mínútur.
Nýtt Ísland skorar á alla lántakendur myntkörfulána að krefjast réttlætis og leiðréttinga á stökkbreyttum höfuðstóli bílalánasamninga og eignaleigusamninga, segir í tilkynningu frá samtökunum. Nýfallinn dómur í héraðsdómi gefi lántakendum von um réttlæti.
Samtökin munu mæta með sérstakan fundarbíl og ætla að skrá niður þá sem hyggjast lögsækja bílalánafyrirtækin vegna hugsanlegs ólögmætis myntkörfulána.