Tilefni þykir til bjartsýni í viðræðum í Icesave-deilunni. Íslenska samninganefndin hamrar á því að komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á þeim samningi sem Alþingi hefur samþykkt verði lögin sennilega felld.
Þetta óttast Bretar og Hollendingar. Vonir standa til að fundað verði fram eftir vikunni. Þá mun útfærð áætlun nýrra samningaviðræðna verða kynnt, þar sem Bandaríkjamaðurinn Lee Buchheit yrði lykilmaður.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.