Fréttaskýring: Bretar græða á skattaskjólum

Stóri Ben í Lundúnum er við breska þingið. Bretar hafa …
Stóri Ben í Lundúnum er við breska þingið. Bretar hafa stórgrætt á glufum á fjármálakerfinu. Reuters

Yfir helm­ing­ur skatta­skjóla heims­ins teng­ist Bretlandi á einn eða ann­an hátt og hef­ur stjórn Verka­manna­flokks­ins nán­ast ekk­ert beitt sér í að upp­ræta spill­ing­una sem þar fyr­ir­finnst frá því hún komst til valda 1997.

Þetta seg­ir John Christian­sen, hag­fræðing­ur og formaður rit­ar­aráðs sam­tak­anna Tax Justice Network, alþjóðlegs hóps fræðimanna og bar­áttu­fólks sem vinn­ur að rann­sókn­um á skatt­kerf­um og ýmsu mis­ferli.

Næg­ir þar að nefna ýmsa fjár­glæfra sem viðgang­ast í skatta­skjól­um og á „af­l­ands­eyj­um" og alþjóðleg und­ir­boð skatta, oft af hálfu smáríkja.

Sam­tök­in vinna með fjöl­mörg­um óháðum sam­tök­um en þau leit­ast við að setja þrýst­ing á fjár­mála­stofn­an­ir og stjórn­völd ým­issa ríkja til að herðar regl­ur um fjár­mála­starf­semi.

Christian­sen seg­ir að sam­fara alþjóðavæðingu fjár­mála­markaða hafi ýmis vanda­mál verið skil­in eft­ir óleyst sem sporni gegn gagn­sæi á mörkuðum, ásamt því að grafa und­an skatta­grunni þjóðríkja, en þar er einkum horft til skatta­skjóla.

„Við lít­um á þetta sem al­var­leg­ar mis­fell­ur í alþjóðahag­kerf­inu, mis­fell­ur sem hafa verið mis­notaðar," seg­ir Christian­sen. „Næst­um allt skugga­hag­kerfið sem ligg­ur krepp­unni til grund­vall­ar var starf­rækt í um­dæm­um þar sem rík­ir leynd um fjár­mála­starf­semi. Það er því eng­in til­vilj­un að ís­lensk­ir bank­ar skuli hafa kosið að skrá hluta rekst­urs síns frá bresku eyj­unni Mön, skatta­skjóli þar sem leynd hvíl­ir á fjár­mála­starf­semi."

Í skjóli banka­leynd­ar

– Gæt­irðu sett at­hafn­ir ís­lensku bank­anna fyr­ir hrun í þetta alþjóðlega sam­hengi?

„Ég hygg að það sé sann­gjarnt að segja að meiri­hluti alþjóðlegr­ar banka­starf­semi sem fól í sér skulda­bréfa­vafn­inga og aðra verðbréfaða fjár­mála­gern­inga (e. colla­ter­alized debt obligati­on and secu­rit­ized instruments) af hvaða gerð sem er hafi nán­ast ein­göngu farið fram inn­an í um­dæm­um þar sem slík leynd hvíl­ir á, af þeirri ein­földu ástæðu að þau voru í mörg­um til­vik­um hönnuð til að mis­nota gluf­ur í reglu­verk­inu við und­an­skot á skatti.

Það sem þess­ir staðir hafa gert er að skilja eft­ir stórt gat í reglu­verk­inu um alþjóðafjár­mála­markaði sem bank­ar hafa verið mjög fús­ir til að not­færa sér í ágóðaskyni."

Aðspurður um aðgerðir breskra jafnaðarmanna til að sporna gegn skattsvik­um seg­ir Christian­sen að Tony Bla­ir, for­veri Gor­dons Browns í embætti for­sæt­is­ráðherra, hafi heitið aðgerðum í þessa veru fyr­ir kosn­ing­arn­ar 1997 en svo lagt þau á hill­una eft­ir valda­tök­una.

Jafnaðar­menn brutu niður reglu­verkið

„Þegar þeir komust til valda gerðu þeir ekki neitt til að styðja reglu­verkið held­ur þvert á móti héldu áfram að vinda ofan af því. Af­leiðing­arn­ar af því hafa verið skelfi­leg­ar," seg­ir Christian­sen og bæt­ir því aðspurður við að bresk stjórn­völd séu að kasta stein­um úr gler­húsi þegar þau gagn­rýni ís­lensku rík­is­stjórn­ina fyr­ir að láta óá­byrga fjár­mála­starf­semi viðgang­ast.

Rúm­um ára­tug síðar hafi Brown hins veg­ar látið und­an þrýst­ingi sam­tak­anna og annarra fé­laga og tekið þessi mál upp á fundi G20-ríkj­anna í fyrra, skömmu áður en jafnaðar­menn munu að lík­ind­um hverfa úr stjórn­inni.

Stjórn Bush gerði það líka

Þá rifjar hann upp að eft­ir sig­ur Geor­ge W. Bush í for­seta­kosn­ing­un­um 2000 hafi Banda­ríkja­stjórn gefið skýrt merki um að hún myndi ekki styðja áform efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) í Par­ís um að herða reglu­verkið um markaðina, áform sem Christian­sen og fé­lag­ar hans hafi fylgst grannt með. „Þegar það gerðist áttuðum við okk­ur á því að eina leiðin til að ná ár­angri á þessu sviði væri að stofna alþjóðleg bar­áttu­sam­tök," seg­ir Christian­sen og rifjar upp stofn­fund sam­taka sinna á Ítal­íu 2002.

Christian­sen, sem starfaði á þess­um tíma við fjár­málaráðgjöf í Lund­ún­um, er ekki bjart­sýnn á að þetta muni breyt­ast með lík­legri valda­töku íhalds­manna, und­ir stjórn Dav­ids Ca­merons, í kosn­ing­un­um framund­an og vís­ar til þess að lög­fræðing­ur­inn John Staplet­on, einn nán­asti ráðgjafi Ca­merons, sé tengd­ur fyr­ir­tæki á Caym­an-eyj­um þar sem hvorki fleiri né færri en 12.000 fyr­ir­tæki séu með aðset­ur. Þá eigi Ashcroft lá­v­arður, vara­formaður Íhalds­flokks­ins, í rekstri í skatta­skjól­inu Bel­ize í Suður-Am­er­íku.

Ices­a­ve-byrðin má ekki verða of þung

Fin­ancial Times

Spurður hvort ís­lensku bank­arn­ir hafi starfað í sam­ræmi við það sem hef­ur viðgeng­ist í heim­in­um síðustu ár tek­ur Christian­sen und­ir það með þeim fyr­ir­vara að hann sé ekki sér­fróður um aðstæður hér. Al­mennt megi þó taka und­ir að ís­lensku bank­arn­ir hafi gert það og nefn­ir hann sem dæmi að jafn­vel þýsk­ir bank­ar hafi verið á gráu svæði.

„Með hegðun sinni grófu bank­ar und­an lýðræðinu. Banda­rísk­ir og þýsk­ir bank­ar, svo ég nefni dæmi, gengu svo langt að hvetja efna­fólk til að svíkja und­an skatti […]. Við höf­um áhyggj­ur af því að bresk­ir eft­ir­litsaðilar séu ekki að rann­saka það sem gerðist með full­nægj­andi hætti […]. Viðhorf þeirra var „Við vilj­um ekki vita af því"," seg­ir hann.

Christian­sen flyt­ur er­indi í sal Reykja­vík­ur Aka­demí­unn­ar á fundi Attac-sam­tak­anna JL-hús­inu kl. 20 í kvöld, miðviku­dag.

John Christiansen
John Christian­sen
Jafnaðarmenn, undir stjórn Gordons Brown, hafa gert lítið til að …
Jafnaðar­menn, und­ir stjórn Gor­dons Brown, hafa gert lítið til að herða eft­ir­litið með fjár­mála­mörkuðum. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert