Framkvæmdir við einkasjúkrahús

Iceland Helthcare mun nýta gamla hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli og íbúðir …
Iceland Helthcare mun nýta gamla hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli og íbúðir frá Bandaríkjaher. mbl.is / Ómar

Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar (Kadeco) hef­ur ákveðið að ráðast í end­ur­bæt­ur á her­sjúkra­hús­inu á Ásbrú í Reykja­nes­bæ. Þar mun fyr­ir­tækið Ice­land Healt­hcare bjóða upp á sér­hæðar meðferðir fyr­ir út­lend­inga. Fyrstu sjúk­ling­arn­ir eru vænt­an­leg­ir í byrj­un næsta árs.

Bú­ist er við að 300 ný störf skap­ist í tengsl­um við starf­sem­ina.

Ice­land Healt­hcare hef­ur á und­an­förn­um mánuðum und­ir­búið stofn­un og rekst­ur sjúkra­húss á Ásbrú og hef­ur nú lokið fjár­mögn­un rekstr­ar. Fyr­ir­tækið mun taka sjúkra­húsið og fjölda íbúða í ná­grenni þess á leigu hjá dótt­ur­fé­lagi Kadeco.

Kadeco áform­ar að hefja fram­kvæmd­ir við end­ur­bæt­ur á sjúkra­hús­inu síðar í vet­ur. Alls verða þrjár skurðstof­ur og 35 legu­rými í hús­inu. Unnið verður að upp­bygg­ing­unni í áföng­um en heild­ar­kostnaður við sjúkra­hús og íbúðir er áætlaður um millj­arður kr. í heild­ina, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins.

Unnt verður að taka á móti allt að fjög­ur þúsund sjúk­ling­um á ári en í fyrstu er þó stefnt að því að fjöldi sjúk­linga verði um tvö þúsund. Árleg­ar tekj­ur af starf­sem­inni geta numið allt að 3,5 millj­örðum króna á ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Ice­land Helt­hcare mun í fyrstu sér­hæfa sig í liðskiptaaðgerðum, offituaðgerðum og meðferðum því tengdu.

Í fyrstu mun fyr­ir­tækið leggja áherslu á markaðssetn­ingu í Nor­egi og Svíþjóð en fljót­lega einnig í Englandi. Áform eru uppi um að bjóða Banda­ríkja­mönn­um upp á þjón­ustu í framtíðinni.

Rekstr­ar­fé­lag sjúkra­húss­ins er í eigu fé­laga sem Ró­bert Wessman og norski lækn­ir­inn Otto Nor­d­hus eiga meiri­hlut­ann í.

Iceland healthcare mun verða með starfsemi á Ásbrú.
Ice­land healt­hcare mun verða með starf­semi á Ásbrú. mbl.is / Rax
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert