Fyllst varúðar var gætt

Björgunnarmenn við leit á Langjökli .
Björgunnarmenn við leit á Langjökli . Þór Kjartansson

Fyllstu varúðar var gætt í ferð Vélsleðal­eig­unn­ar á Lang­jökli sl. sunnu­dag þar sem þrír van­ir leiðsögu­menn voru á ferð með 24 manna hópi. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem fyr­ir­tækið hef­ur sent frá sér

„Vegna um­fjöll­un­ar um mál er­lenda ferðafólks­ins sem varð viðskila við hóp á veg­um Vélsleðal­eig­unn­ar á Lang­jökli síðastliðinn sunnu­dag og bjargaðist giftu­sam­lega, vilja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins koma eft­ir­far­andi á fram­færi.
Fólkið var í 24 manna hóp á veg­um Vélsleðal­eig­unn­ar og voru þrír van­ir leiðsögu­menn með í för og einn bíl­stjóri. Fyllstu varúðar var gætt í þess­ari ferð, eins og í öll­um ferðum sem farn­ar eru á veg­um Vélsleðal­eig­unn­ar. Leiðsögu­menn­irn­ir eru all­ir með mikla reynslu í ferðamennsku á há­lend­inu og þetta er í fyrsta sinn sem eitt­hvað slíkt hef­ur komið upp í ferð á þeirra veg­um. Taka má fram að fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sem var einn leiðsögu­mann­anna í þess­ari til­teknu ferð, býr að 15 ára reynslu sem björg­un­ar­sveit­armaður.

Aðstand­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins eru miður sín vegna máls­ins. Farið hef­ur verið yfir alla at­b­urðarás­ina frá upp­hafi til enda með það fyr­ir aug­um að koma í veg fyr­ir að slíkt geti end­ur­tekið sig. Já­kvætt er, sem fram kom í frétt­um Sjón­varps í kvöld, að unnið sé að al­menn­um starfs- og ör­ygg­is­regl­um fyr­ir ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki. Örygg­is­mál eru al­gert for­gangs­atriði í ferðum um há­lendi Íslands.
Starfs­fólk Vélsleðal­eig­unn­ar hef­ur lagt sig fram um að upp­lýsa all­ar staðreynd­ir máls­ins. Mestu skipt­ir að lær­dóm­ur verði dreg­inn af þessu óhappi. Það er hag­ur allra þeirra sem starfa við ferðaþjón­ustu á há­lend­inu og ferðaiðnaðar­ins á Íslandi í heild.
Við vilj­um að lok­um ít­reka þakk­læti okk­ar til björg­un­ar­sveita og allra annarra sem aðstoðuðu okk­ur við leit­ina,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert