Gagnrýndi vinnubrögð bankanna

Skúli Helgason.
Skúli Helgason. mbl.is/Ómar

Skúli Helga­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi á Alþingi í dag þau vinnu­brögð, sem bank­arn­ir viðhafa við sölu á eign­um, sem þeir hafa leyst til sín vegna hruns­ins. Fleiri þing­menn tóku und­ir þessa skoðun og sagði Lilja Móses­dótt­ir að marka yrði póli­tíska stefnu um skuldaaðlög­un fyr­ir­tækja.

„Eitt al­var­leg­asta dæmið sem nefnt hef­ur verið teng­ist meðferð Ari­on banka á fyr­ir­tæk­inu Sam­skip­um þar sem fyrri eig­andi, sem mun hafa rétt­ar­stöðu grunaðs í um­fangs­miklu fjár­svikameðfer, mun eiga að fá fyr­ir­tækið á silf­urfati að lok­inni skuldameðferð," sagði Skúli.

Hann sagði að viðskipta­nefnd Alþing­is hefði haft til um­fjöll­un­ar sam­ræmd­ar verklags­regl­ur bank­anna um end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja og ljóst væri af þeim drög­um, að bank­arn­ir virt­ust fyrst og fremst leggja til grund­vall­ar há­mörk­un arðsemi til skemmri tíma en gæti þess ekki nægi­lega vel að læra af þeirri bitru reynslu sem steypti fjár­mála­kerf­inu í glöt­un og lagði þung­ar byrðar á herðar al­menn­ings. „Mjög skort­ir á að freistað sé að auka viðskiptasiðferði eða traust al­menn­ings á þessu ferli," sagði Skúli.

Hann sagði nauðsyn­legt að kanna til hlýtar hvernig setja megi skorður við því að eig­end­ur stór­fyr­ir­tækja, sem hefðu keyrt þau í þrot og ekki greitt af skuld­um sín­um, geti fengið sömu fyr­ir­tæki í hend­ur að lok­inni skuldameðferð banka. Þá verði tryggt að öll fyr­ir­tæki af til­tek­inni stærð fari í al­mennt opið sölu­ferli en fyrr­ver­andi eig­end­ur og stjórn­end­ur njóti ekki for­rétt­inda. Loks hafi al­menn­ing­ur og fjöl­miðlar bein­an aðgang að upp­lýs­ing­um um skuldameðferðina þegar um­fang af­skrifta fer yfir til­tekið hlut­fall.  Loks verði að vega og meta þau laga­legu og siðferðilegu sjón­ar­mið sem tengj­ast ein­stak­ling­um með rétt­ar­stöðu grunaðra.

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna,  sagði að póli­tíska stefnu­mót­un vantaði varðandi sér­tæka skuldaaðlög­un fyr­ir­tækja og mæla þar m.a. fyr­ir um að fyrri eig­end­um fyr­ir­tækja, sem kom­ist hafa í þrot, fái ekki for­kaups­rétt eins og nú stefni í varðandi rekstr­ar­fé­lagið Haga.

Lilja sagði, að bank­arn­ir hafi tjáð viðskipta­nefnd þings­ins, að þeir hafi aðeins fengið til­mæli frá rík­is­stjórn­inni um að há­marka virði eigna. Það þýði á manna­máli, að bank­arn­ir muni taka hæstu til­boðunum í eign­ir fyr­ir­tækja eins og Haga.

„Mér finnst reynd­ar und­ar­legt að hlut­haf­ar í gjaldþrota eign­ar­halds­fé­lagi eins og 1998, skuli geta lagt fram hátt til­boð í Haga," sagði Lilja „en það er mál dóms­kerf­is­ins að skoða."

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að not­ast yrði við ann­ars­kon­ar viðmið í þess­um efn­um en notuð hefðu verið til þessa. Þótt það þýddi að ekki yrði um að ræða pen­inga­legt há­mark end­ur­greiðslu frá skuld­un­um í öll­um til­fell­um „þá verður að hafa það," sagði hún. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert