„Hjólreiðar geta orðið vaxtarbroddur í ferðaþjónustu ef vel er að því staðið,“ segir Stefán Helgi Valsson, leiðsögumaður hjá Iceland Bike – Reykjavík Bike Tours, fyrirtæki sem sérhæfir sig í reiðhjólaferðum um borgina með leiðsögn.
Í kynningarskyni hefur fyrirtækið boðið fólki upp á ókeypis hjólreiðaferðir, þar sem er lagt upp vestur í bæ og farið um Kvosina, suður í Vatnsmýri og vestur á Ægisíðu.