InDefence með opna fundi

InDefence stóð fyrir söfnun undirskrifta fyrir því að forseti Íslands …
InDefence stóð fyrir söfnun undirskrifta fyrir því að forseti Íslands vísaði Icesave-lögunum til þjóðarinnar. Á myndinni sjást fulltrúar InDefence á Bessastöðum með undirskriftalistana. mbl.is / Ómar

Á næstu dögum og vikum mun InDefence hópurinn bjóða upp á opna fundi um Icesave málið í öllum landsfjórðungum. Á fundunum munu fulltrúar InDefence kynna afstöðu hópsins til núverandi Icesave samninga og komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og gefa fundargestum færi á umræðum um málið.
 
Fyrsti fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 20.

Í kjölfarið munu fylgja fundir á Ísafirði þriðjudaginn 23. febrúar og á Egilstöðum fimmtudaginn 25. febrúar, auk þess sem stefnt er að fundum á Selfossi og í Reykjanesbæ helgina 27.-28. febrúar.

Fundarstaðir og nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur hverjum fundi, segir í tilkynningu frá InDefence-hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert